Tuesday 11 January 2011

tölvuleikir

Sumir amast út í tölvuleiki en þrátt fyrir þeirra galla sem eru aðallega að gleypa allan tíma frá spilaranum þá læra þeir alltaf eitthvað í leiðinni. Í rýnihóp með unglingum hitti ég einn sem var með orðaforðann í vistfræðinni alveg á hreinu, á ensku, herbivore, carnivore, omnivore, ecosystem, ekki málið þekkti þetta allt. Hvers vegna?, jú systir hans spilar Spore, tölvuleik sem felst í að búa til kvikindi og veraldir líka sýnist mér. Mætti kannski tékka á þessu ?

Þó það sé ekki náttúrufræði þá man ég þegar strákarnir mínir fóru að tala um allskonar iðngreinar, skósmiði og járnsmiði og þess háttar og tæki og hráefni sem þeir þurftu. Þá voru þeir að spila World of Warcraft og það þarf náttúrulega að vera vel skæddur og vopnaður til að fara að drepa skrímsli !

No comments:

Post a Comment