Tuesday 6 September 2011

Tenglasöfn

Er ekki viðeigandi á tenglasafni að tala um tenglasöfn ? Hluti af markmiði verkefninsins "Samstarf kennara til eflingar náttúrufræðikennslu" (gengur líka undir vinnuheitinu N-Torg) er að búa til tenglasafn. Ég hef heyrt frá kennurum að þeim finnist erfitt að nota þessa síðu hér, skil það svo sem vel, þar sem efnið er aðeins grófflokkað og án gæðaflokkunar. Reyndar hef ég ekki sett inn tengla ef ég sé ekki eitthvað við þá sem ég gæti hugsanlega nýtt mér í kennslu. Hér er tengill á enn eitt safnið, gott safn og með merkjum en leitin skilar tenglum án myndanna sem þó eru góð minnishjálp. Safnið heitir ICTMagic og er frá Martin Burnett sem kennir í Colchester í Englandi. Vildi gjarnan heyra frá kennurum um kosti og galla tenglasafna.