Wednesday 19 January 2011

Duglegir kennarara

Margir kennarar birta glósur sínar og glærur fyrir nemendur sína, efni sem liggur svona á neti er að sjálfsögðu öllum aðgengilegt og opið. Krakkarnir sögðu mér í rannsókn minni að þau leituðu oft að glósum á netinu og ég sá kennara nota glærur sem þeir fengu hjá öðrum. Eitt af því sem fram kom líka hjá kennurum var að allir kennarar eru að búa til sínar eigin glærur og í þetta fer óheyrilegur tími. Ég fékk grunninn að mínum glærum á sínum tíma oft hjá öðrum sérlega Valdimari Helgasyni sem þá var í Ölduselskóla og var með sínar glærur á netinu. Svo var ég í samstarfi með kennurum á Suðurnesjum og við skiptumst á glærum. Kennarar eru missáttir við að nota glærur frá öðrum enda kennir hver með sínu nefi ef svo má segja, en fyrir nýja og óvana kennara getur verið ómetanlegt að fá einhvern grunn til að byggja á. Svo hér eru nokkrir tenglar á glærusöfn kennara


Kjartan Kristinsson Garðaskóla, brilljant vefur með glósum og krækjusafni

Helga Snæbjörnsdóttir Hlíðaskóla, Powerpoint glærur


Heiðarskóli Keflavík glærur unnar í Powerpoint en eru þarna á PDF formi


Vallaskóli

Norðlingaskóli  og líka á blogger. hér eru duglegir kennarar á ferð, kennslubókunum ýtt til hliðar en lesefni gert nemendum (og öllum reyndar) aðgengilegt á vef.

Sigrún Þóra Skúladóttir Háteigsskóla, glósur, hugarkort og gátlistar.

Fjalar Freyr Einarsson í Varmárskóla heldur úti þessu bloggi fyrir nemendur sína.
Látið mig vita af viðbótum á þennan lista.

Svo er annað mál hvort kennarar eigi yfirhöfuð að nota glærur og þá hvernig en það er efni í annan pistil.
(uppfært 3.9.13)

No comments:

Post a Comment