Friday 24 February 2012

Sýndartilraunastofa

Hér er tengill í sýndartilraunastofu. 
http://www.chemcollective.org/vlab/vlab.php Virtual Chemistry Laboratory Sýndartilraunastofa í efnafræði, hægt að gera tilraunir, m.a. með sýru og basa og lausnir.


Það eru skiptar skoðanir um hvort rétt sé að nemendur geri tilraunir bara á tölvuskjá, sérlega ef það er eitthvað einfalt eins og að leysa salt upp í vatni, sem er eitt af því sem hægt er að gera í þessari sýndartilraunastofu.
  Þau rök sem helst eru nefnd eru :
Á móti:
- nemendur þurfa að æfast í vinnubrögðum við verklegar æfingar
- nemendur eiga að handleika tæki og tól

Með:
- hægt er að gera tilraunir sem eru of hættulegar fyrir kennslustofuna
- hægt er að endurtaka aftur og aftur
- nákvæmni er meiri en í raun-tilraunum
- nemandi getur endurtekið tilraunina heima og aftur til upprifjunar
- getur tekið styttri tíma að gera sýndartilraunir

Annars er heimurinn hvorki hvítur né svartur og þar sem það hefur verið skoðað kemur í ljós að best er að blanda þessu tvennu saman, gera tilraunina bæði í raun og á skjá og það styðji hvort við annað, nemendur komast í beina snertingu við viðfangsefnið en geti líka prófað sig áfram í öruggu sýndarumhverfi.

Dæmi um aðrar sýndartilraunir:

Að klóna mús



Rafmagnstengingar  kennarar hafa sagt mér að nemendum gangi betur að eiga við vírana eftir að hafa prófað eitthvað þessu líkt.