Tuesday 14 December 2010

Freistandi græjur

Rakst á myndband frá þessum gaur Steve Spangler og sá að hann er líka með ágætis bloggsíðu og selur fullt af dóti, sakar ekki að kíkja í vefbúðina hjá honum enda bæði gagnlegt og gaman að gera tilraunir og verklegar athuganir.

Tuesday 23 November 2010

Myndasafn

Nýr hlekkur undir ýmislegt, Salvör benti mér á myndasafn þar sem er töluvert af mydnum sem nota má í náttúrufræði, þetta er open source síða, svo mér skilst að það sé óhætt að nota myndirnar í verkefni og annað, samt alltaf gott að geta hvaðan gott kemur

http://www.openclipart.org/tags/science

Tuesday 13 July 2010

Youtube

Margir kennarar sem ég hef rætt við eru að nota youtube. Einn gallinn við það er allt dótið kringum sem truflar á bloggsíðunni Freetechnology for teachers er mælt með Pure View, síðu sem leyfir að horfa á myndbönd á hvítum bakgrunni með mikið minni truflun.