Friday 14 October 2011

Stærðir

Fékk ábendingar um tvær flottar græjur og skelli þeim hér inn og á sinn stað í aðalsíðurnar.

Siggi Jess í Vallaskóla benti á þessa þar sem maður getur fengið tilfinningu fyrir öllum stærðum frá ljósárum niður í sameindir sé ekki betur en að vefurinn sé frá Nikon og heitir UNIVERSCALE

En umræðurnar komu í kjölfar þess að Nanna Traustadóttir minnti okkur á þennan vef frá Dolan um Frumustærðir Cell Size and Scale

Annars finnst mér þessi vera einfaldur og virka vel How big is a .... ?

Enn einn um stærðir og þessi rúllar alla leið niður í skammtafræðina og upp endimörk alheimsins ? The scale of the Universe

Tuesday 6 September 2011

Tenglasöfn

Er ekki viðeigandi á tenglasafni að tala um tenglasöfn ? Hluti af markmiði verkefninsins "Samstarf kennara til eflingar náttúrufræðikennslu" (gengur líka undir vinnuheitinu N-Torg) er að búa til tenglasafn. Ég hef heyrt frá kennurum að þeim finnist erfitt að nota þessa síðu hér, skil það svo sem vel, þar sem efnið er aðeins grófflokkað og án gæðaflokkunar. Reyndar hef ég ekki sett inn tengla ef ég sé ekki eitthvað við þá sem ég gæti hugsanlega nýtt mér í kennslu. Hér er tengill á enn eitt safnið, gott safn og með merkjum en leitin skilar tenglum án myndanna sem þó eru góð minnishjálp. Safnið heitir ICTMagic og er frá Martin Burnett sem kennir í Colchester í Englandi. Vildi gjarnan heyra frá kennurum um kosti og galla tenglasafna.

Friday 10 June 2011

Nano Travel og frumefnin

Fékk ábendingu um þessa vefsíðu sýndarferðalag í örheima Nano Reisen , sama vinkona benti mér á Daniel Rathcliffe syngja lagið hans Tom Lehrer sem telur upp öll frumefnin læt það fljóta hér með til gamans

Tuesday 7 June 2011

Rakst á forrit, sem lítur vel út til að nota við eðlisfræðikennslu, er ekki alveg viss hvað ætti að kall þetta á íslensku en ætli það sé ekki best að segja að þarna búi maður til hermilíkön, eins og sjá má á þessu myndbandi hér að neðan, sum ykkar þekkja kannski PHUN, en Algodoo er arftakinn og lítur meira aðlaðandi út heldur en PHUN sem var beta útgáfa



Tengillin á vefsíðu Algodoo er svo hér.

Wednesday 1 June 2011

Frábært þrívíddar líkan af sólkerfinu Solar System Scope þó síðan sé full af auglýsingum losnar maður við þær með því að setja "full screen" með því að smella á bilstöng og á esc til baka. Frábært að sjá hreyfingar reikistjarnanna.

Fann þetta í gegnum Sigurð Fjalar

Bio Digital Human

Sigurður Fjalar er oft með fingurinn á púslsinum, hér segir hann okkur frá BioDigital Human, er ekki búin að kíkja sjálf en ef þið prófið látið okkur þá vita hvernig líkar.

Tuesday 24 May 2011

kennslumyndbönd Smartboard

Á þessari síðu Fusion Universal eru 30 örstutt myndbönd sem kenna notkun á Smarboard, ekki slæmt fyrir þá sem vilja læra allt frá því að kveika á því til þess að nota hugbúnaðinn.

Eins og svo margt sniðugt þá benti Richard Byrne á Free technology for teachers á þetta

Monday 11 April 2011

Orð-nafn af handhófi

Á einu uppáhaldstækniblogginu freetechnology for teachers var færsla um græju til að velja nafn af handahófi, þessi hérna . Tilvalið þegar nemendur eiga að gera eitthvað, lesa, kynna verkefnin sín, eða eitthvað þannig og svo má fjarlægja viðkomandi af listanum þegar hann er búinn.

Thursday 24 March 2011

Carl E. Wieman from the University of British Columbia who shared the 2001 Nobel Prize in physics for the creation of a new state of matter talks about the future of science education -- using the tools of physics to teach physics. Learning Sciences Institute http://www.youtube.com/watch?v=jhCDgfvyTRw.
Hann talar um eðlisfræðimenntun, kynnir meðal annars (alveg undir lokin) gagnvirk hermiforrit phET sem sum hver er hægt að nota með grunnskólanemendum.


Tuesday 1 February 2011

Að skoða náttúru Íslands á vefnum

Náttúruvefsjá flottur vefur, svolítið þungur en margt hægt að skoða og spá um náttúru Íslands.

Plöntuvefsjá líka flottur og yfirhöfuð vefur Náttúrufræðistofnunar sem plöntuvefsjáin er hluti af.

Nytjaland önnur vefsjá, sýnist Landbúnaðarháskólinn standa að henni en þar hægt að skoða gróðurþekju ofl.

Wednesday 19 January 2011

Duglegir kennarara

Margir kennarar birta glósur sínar og glærur fyrir nemendur sína, efni sem liggur svona á neti er að sjálfsögðu öllum aðgengilegt og opið. Krakkarnir sögðu mér í rannsókn minni að þau leituðu oft að glósum á netinu og ég sá kennara nota glærur sem þeir fengu hjá öðrum. Eitt af því sem fram kom líka hjá kennurum var að allir kennarar eru að búa til sínar eigin glærur og í þetta fer óheyrilegur tími. Ég fékk grunninn að mínum glærum á sínum tíma oft hjá öðrum sérlega Valdimari Helgasyni sem þá var í Ölduselskóla og var með sínar glærur á netinu. Svo var ég í samstarfi með kennurum á Suðurnesjum og við skiptumst á glærum. Kennarar eru missáttir við að nota glærur frá öðrum enda kennir hver með sínu nefi ef svo má segja, en fyrir nýja og óvana kennara getur verið ómetanlegt að fá einhvern grunn til að byggja á. Svo hér eru nokkrir tenglar á glærusöfn kennara


Kjartan Kristinsson Garðaskóla, brilljant vefur með glósum og krækjusafni

Helga Snæbjörnsdóttir Hlíðaskóla, Powerpoint glærur


Heiðarskóli Keflavík glærur unnar í Powerpoint en eru þarna á PDF formi


Vallaskóli

Norðlingaskóli  og líka á blogger. hér eru duglegir kennarar á ferð, kennslubókunum ýtt til hliðar en lesefni gert nemendum (og öllum reyndar) aðgengilegt á vef.

Sigrún Þóra Skúladóttir Háteigsskóla, glósur, hugarkort og gátlistar.

Fjalar Freyr Einarsson í Varmárskóla heldur úti þessu bloggi fyrir nemendur sína.
Látið mig vita af viðbótum á þennan lista.

Svo er annað mál hvort kennarar eigi yfirhöfuð að nota glærur og þá hvernig en það er efni í annan pistil.
(uppfært 3.9.13)

Tuesday 11 January 2011

tölvuleikir

Sumir amast út í tölvuleiki en þrátt fyrir þeirra galla sem eru aðallega að gleypa allan tíma frá spilaranum þá læra þeir alltaf eitthvað í leiðinni. Í rýnihóp með unglingum hitti ég einn sem var með orðaforðann í vistfræðinni alveg á hreinu, á ensku, herbivore, carnivore, omnivore, ecosystem, ekki málið þekkti þetta allt. Hvers vegna?, jú systir hans spilar Spore, tölvuleik sem felst í að búa til kvikindi og veraldir líka sýnist mér. Mætti kannski tékka á þessu ?

Þó það sé ekki náttúrufræði þá man ég þegar strákarnir mínir fóru að tala um allskonar iðngreinar, skósmiði og járnsmiði og þess háttar og tæki og hráefni sem þeir þurftu. Þá voru þeir að spila World of Warcraft og það þarf náttúrulega að vera vel skæddur og vopnaður til að fara að drepa skrímsli !

Monday 3 January 2011

Myndband - spírun

Rakst á þetta myndband frá henni Salvöru, tilraun sem mælt er með í mörgum líffræðibókum að láta baunir spíra og fylgjast með, venjulega tekur þetta marga daga en hér hægt að sjá á 1:05